UM OKKUR

Hjónin Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir keyptu á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum með draum um að endurbyggja og starfrækja gæðagistingu fyrir útivistarfólk í Fljótum. Náttúra Fljóta og útivistarmöguleikarnir heilluðu, en ekki síður fólkið og sagan og möguleikar til að bjóða gestum upp á að kynnast þessu dásamlega svæði.
Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þjónustu og gistingu sem umvefur og yljar, á stað sem opnar tækifæri til óviðjafnanlegra upplifana í stórbrotinni náttúru. Við grundvöllum alla starfsemi okkar á gæðum, sjálfbærnisjónarmiðum og ábyrgð og hlökkum til að bjóða gesti velkomna.

Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir

Hrafnhildur Jóna er er rekstrarstjórinn okkar og tekur á móti gestum á Sóta Lodge. Hún er fædd og uppalinn á Siglufirði, en á rætur að rekja til Fljóta. Hrafnhildur nam viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum og hefur margra ára reynslu í ferðaþjónustu og móttöku gesta. Hún er alltaf með bros á vör og stutt í hláturinn og mun tryggja gestum á Sóta Lodge notalega dvöl og minnistæða upplifun.

STAÐSETNING

Við erum staðsett í Fljótum við strendur Tröllaskaga.

Norðurstrandaleiðin liggur framhjá Sóta Lodge.

https://www.arcticcoastway.is

 Það er um hálftíma akstur til Siglufjarðar og 45 mínútur á Sauðárkrók.

VIÐSKIPTASKILMÁLAR

Innritun: 14:00 – 22:00
Útskráning: 07:00 - 11:00


Afbókun þarf að berast þremur dögum fyrir innritun.
Ef afbókað er með styttri fyrirvara þarf að greiða fyrir eina gistinótt.
Öll uppgefin verð innihalda virðisaukaskatt.

Börn yngri en 2 ára dvelja án endurgjalds á Sóta Lodge. Barnarúm er til reiðu og rúmast eitt í herbergi, en þess er óskað að haft sé samband við móttökuna fyrir komu til að panta barnarúm á herbergið.


Gæludýr eru ekki leyfð.

Við tökum við: Visa, MasterCard, Maestro, American Express, Diners Club, JCB, Discover og Union Pay.
Við áskiljum okkur rétt til að skuldfæra fyrirfram gistingu á greiðslukort.
Bókun á hótelinu telst ekki staðfest nema að búið sé að gefa upp greiðslukortanúmer.

Sóti Lodge geymir óskilamuni í 2 mánuði. Vinsamlegast hafið samband við hótelið. 

Við heitum viðskiptavinum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem viðskiptavinur gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá viðskiptavini verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi okkar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til viðskiptavina. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Viðskiptavinir geta ætíð afskráð sig og þannig neitað okkur notkun á slíkum upplýsingum.
 

Varnarþing:
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Sóta Lodgeá grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

HAFIÐ SAMBAND

Sóti Lodge,  Sólgarðar, 570 Fljót, sotilodge@sotilodge.is

Sími: 421 5500

  • TripAdvisor - Black Circle
  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle

Sóti Lodge,  Sólgarðar, 570 Fljót, sotilodge@sotilodge.is    Sími: 421 5500

Sótahnjúkur ehf.

Sólgörðum, 570 Fljót

Kt. 691012-1740

VSK nr. 112280

  • Facebook - White Circle
  • Instagram - White Circle
  • TripAdvisor